138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:34]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Kristján L. Möller) (Sf):

Hæstv. forseti. Eins og komið hefur fram á fundum hjá forsvarsmönnum Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur aldrei verið eins gott samband milli ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga í landinu og í tíð þessarar ríkisstjórnar (Gripið fram í: Nohh!) (Gripið fram í: Hvernig geturðu …?) og fyrir það ber að þakka. Ég vil sérstaklega geta um þátt hæstv. fjármálaráðherra í því sambandi. Ég þekki það sem ráðherra sveitarstjórnarmála frá fyrri tíð hvernig það var, man kuldann sem þar var á milli.

Virðulegi forseti. Hér er staðið fullkomlega við það loforð sem gefið var varðandi Jöfnunarsjóð sveitarfélaga gagnvart tryggingagjaldinu og auk þess er rétt að hafa í huga, virðulegi forseti, að þeir peningar sem komu til sveitarfélaganna á þessu ári og munu að einhverjum hluta koma á næsta ári vegna útgreiðslu séreignarlífeyrissparnaðar voru aldrei settir inn í þá áætlun sem sett var upp eftir hrunið plús það að síðasta ríkisstjórn gaf sveitarfélögunum leyfi til að hækka útsvarið um 0,25 prósentustig sem mörg notuðu þannig að hér er staðið fullkomlega við það. Ég ítreka, virðulegi forseti, (Forseti hringir.) að það samstarf sem er á milli sveitarfélaga og núverandi ríkisstjórnar er til mikils sóma sem er (Forseti hringir.) mikill munur frá fyrri tíð. (Gripið fram í.)