138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:38]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er enn verið að reyna að koma því í betra horf hvernig framlögum er úthlutað úr almannasjóðum. Í þessi tilviki, tölulið 9, höfum við undanskilið fimm liði sem við höfum skoðað rækilega og sem eru mjög atvinnuskapandi eða skipta mjög miklu máli hvað varðar rannsóknir á hugsanlegri orkuauðlind, þ.e. sjávarorku. Þess vegna undanskiljum við þessa fimm liði en hinir allir leggjum við til að verði færðir í viðeigandi sjóði og að peningum verði þar með úthlutað á faglegum forsendum í þessu máli.