138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:41]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Hér er verið að leggja til tvöföldun á útgjaldalið til grenjaskyttna hingað og þangað um landið. Grenjaskyttur sinna mjög mikilvægu starfi en á þeim tímum sem við lifum í dag tel ég alveg þess virði að refir og minkar fái að lifa hugsanlega í hálft til eitt ár í viðbót á meðan peningunum er betur varið í eitthvað annað. [Hlátur í þingsal.]