138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:41]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Þór Saari hefur snúist hugur því að hann stóð ekki í veginum fyrir aukningunni milli 1. og 2. umr. Það sem hér um ræðir er fjárveiting til sveitarfélaga til grenjavinnslu. Þetta eru um 20–30% á móti framlagi, þetta er ekki greitt út nema einnig komi framlag frá sveitarfélögunum. Virðisaukaskatturinn af heildarupphæðinni er hærri en sem nemur þessu þannig að hv. þm. Þór Saari er mótfallinn auknum tekjum til ríkissjóðs.