138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:42]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að auka fjármagn til þjóðgarðsins á Snæfellsnesi um 10 millj. kr. Fyrir það er ég afskaplega þakklátur og sérstaklega meðnefndarmönnum mínum í hv. fjárlaganefnd.

Ég verð þó að nota þetta tækifæri, virðulegi forseti, og minna á að tveir aðrir þjóðgarðar eru starfandi á Íslandi. Einn er á Þingvöllum og hann fær 200 millj. kr., og Vatnajökulsþjóðgarður fær 480 millj. kr. en eftir þessa aukningu til þjóðgarðsins á Snæfellsnesi fær hann um 38 millj. kr. Ég vænti þess að við næstu fjárlagagerð verði þessi mismunur leiðréttur.