138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:50]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Álfheiður Ingadóttir) (Vg):

Frú forseti. Hér er lagt til að stofnað verði hlutafélag um byggingu nýs Landspítala og að félaginu verði lögð til nauðsynleg lóðarréttindi ríkisins við Hringbraut undir bygginguna. Hér er verið að fara að tillögu ríkisendurskoðanda sem hefur farið vandlega yfir málið með framkvæmdanefnd um byggingu Landspítala, ekki síst með tilliti til þeirrar reynslu sem hefur orðið af fjárveitingum og fjárumsýslu vegna byggingar tónlistarhússins í Reykjavík. Þetta er mjög vel undirbúið mál og kemur skýrt fram í áliti meiri hluta fjárlaganefndar hvernig með skuli fara. Þess má vænta að frumvarp verði lagt fram á vordögum um stofnun slíks félags og að vandlega verði gengið frá öllum þáttum sem varða fjárskuldbindingar ríkisins.