138. löggjafarþing — 60. fundur,  22. des. 2009.

breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.

318. mál
[11:54]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er verið að leggja til að þetta frumvarp verði að lögum fyrir jól. Ég hef hvergi heyrt um neina þjóð sem tekur lán hjá stórfyrirtækjum, stórnotendum orkufyrirtækja, og kallar það skatta. Það er alveg til skammar hvernig þessi ríkisstjórn vinnur. Hér er búið að gera samning við þessa aðila, að þeir borgi á árunum 2010, 2011 og 2012 1.200 millj. kr. og það er upp í skatta sem eiga að greiðast 2013–2018. Hér er verið að taka lán hjá stóriðjunni og það er til skammar að þetta sé með þeim hætti. Þetta eru kallaðir skattar. Ég mótmæli þessu. Framsóknarflokkurinn greiðir atkvæði gegn þessu frumvarpi. (BirgJ: Heyr, heyr. ... glæpamenn.)