138. löggjafarþing — 60. fundur,  22. des. 2009.

breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.

318. mál
[11:55]
Horfa

Frsm. meiri hluta iðnn. (Jónína Rós Guðmundsdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum í því ástandi að tekjuöflun okkar er ekki með venjulegu móti. Hér hefur náðst samkomulag milli atvinnulífsins og ríkisstjórnarinnar. Að sjálfsögðu erum við að taka ákveðið lán í framtíðinni en mig langar til að minna hv. þingmann á hverjir vextirnir eru af þessu láni.