138. löggjafarþing — 60. fundur,  22. des. 2009.

breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.

318. mál
[11:55]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ríkisstjórninni hefði verið í sjálfsvald sett að setja þarna inn að það væru ekki vextir af þessu láni en þarna er verið að taka veð í tekjum framtíðarinnar. Þetta er algerlega sambærilegt mál og ríkisstjórnin hefur verið að gagnrýna, þ.e. tillögur sjálfstæðismanna um að innskatta lífeyrissparnaðinn, séreignarsparnaðinn. Það hefði verið mun nær að fara þá leið en að taka lán hjá stórum iðnfyrirtækjum, fyrirtækjum sem Vinstri grænir (Gripið fram í.) hafa löngum verið á móti (Gripið fram í.) og viljað leggja niður hér á landi. En enn á að halda leyndarhjúpnum yfir raforkuverðinu. Hér er verið að festa þá enn frekar í sessi. Hér er ríkisstjórnin að binda þá og útsvarstekjur þeirra til 2018. Ég tek aftur fram og segi enn að það er til skammar hvernig ríkisstjórnin vinnur.