138. löggjafarþing — 60. fundur,  22. des. 2009.

breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.

318. mál
[11:57]
Horfa

Frsm. meiri hluta iðnn. (Jónína Rós Guðmundsdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri ráð fyrir því að ef þessi fyrirtæki yrðu gjaldþrota yrði farið að eðlilegum gjaldþrotareglum og þau mál skoðuð. En það er ekkert sem bendir til þess að þessi fyrirtæki séu að verða gjaldþrota. Ég er að vísu ekki ein af þeim sem hef fengið spádómsgáfu í vöggugjöf eða í aðra gjöf þannig að ég get alls ekki svarað fyrir það. En ef slíkt kemur upp, eins og varðandi gjaldþrotamál almennt, verður að sjálfsögðu brugðist við því á eðlilegan hátt.