138. löggjafarþing — 60. fundur,  22. des. 2009.

breyting á heimildarlögum um stóriðju vegna skattgreiðslna 2010, 2011 og 2012 o.fl.

318. mál
[12:05]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Ég kæri mig ekki um að íslenska ríkið taki lán hjá stórfyrirtækjum á borð við Rio Tinto. Ég kæri mig hvorki um það sem borgari né skattgreiðandi í þessu landi. Óljóst er hvað gerist ef fyrirtækin hætta starfsemi eða eignarhald breytist. Þá eru þessi lán í íslenskum krónum sem okkur vantar ekki í augnablikinu. Betra hefði verið að finna leiðir til að fá þessa peninga þá í gjaldeyri ætli menn að feta þessa braut á annað borð. Ég segi nei.