138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

tilhögun þinghalds.

[13:35]
Horfa

Forseti (Þuríður Backman):

Ég býð alþingismenn og starfsmenn Alþingis velkomna til starfa á ný eftir hlé um jóladagana. Ég vona að bæði alþingismenn og starfsmenn þingsins hafi notið kyrrðar og gleði hátíðardaganna og átt góða samveru með fjölskyldu sinni, skyldmennum og vinum.

Þinghald milli jóla og nýárs er óvenjulegt en til þess er stofnað til að fá niðurstöðu í miklu deilumáli. Forseti lítur svo á að samkomulag sé um málsmeðferð og fundahald þessa daga. Það er ljóst að það verða þingfundir fram eftir kvöldi í dag, en um frekara skipulag mun forseti þingsins eiga fund með forustumönnum flokkanna síðar.