138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:42]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég held að eðlilegt væri að kallaður yrði saman fundur þingflokksformanna til að fara yfir dagskrána á næstu dögum. Jafnframt óska ég eftir atkvæðagreiðslu um kvöldfund og bendi á að á fundi forustumanna voru ekki ákveðnar nákvæmar tímasetningar. Ég held að það sé eðlilegast að farið verði í gegnum það með þingflokksformönnum.