138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[15:18]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur andsvarið. Þegar hæstv. fjármálaráðherra kom með þetta mál í annað sinn inn í Alþingi var það álit mitt og margra annarra að því bæri að vísa tafarlaust á dyr aftur. Hér eru í gildi lög sem voru samþykkt frá Alþingi 28. ágúst um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna sem eru með nauðsynlegum fyrirvörum til að tryggja að hér fari ekki allt í kaldakol vegna Icesave-skuldbindinganna ef illa árar í efnahagslífinu.

Ég styð það eindregið að þessu máli verði vísað frá þegar það kemur til atkvæðagreiðslu. Það mun koma fram frávísunartillaga, bæði frá Sjálfstæðisflokki og frá Framsóknarflokki og ég mun styðja þær báðar.

Það er tímabært að Alþingi standi undir nafni í þessu máli og vísi því heim til föðurhúsanna. Hér eru í gildi lög frá því í sumar. Þau taka á því að þessi skuldbinding verði greidd ef við höfum efni á því en annars ekki. Það eru ágætislög. Ég veit ekki hvernig er hægt að snúa (Forseti hringir.) niður af þessu máli lengra en það er þó a.m.k. góð byrjun.