138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:42]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég var eingöngu að gera grein fyrir því, með beinum tilvitnunum í opinber gögn, hvernig menn sjálfir útskýrðu samhengi hlutanna þegar hin umsömdu viðmið eða Brussel-viðmiðin urðu opinber. Ég gerði ekkert annað en vitna í það sem þingmenn og ráðherrar sögðu þá. Það getur varla talist ósanngjörn eða ómálefnaleg tilvitnun (TÞH: Jú, það er það.) þegar maður gerir ekkert annað en að lesa bara óbreytt (TÞH: Þetta er ósatt.) orð þeirra (THÞ: Þetta er ósatt og ósanngjarnt.) sem féllu á þessum tíma.