138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:43]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er ekki rétt sem hæstv. fjármálaráðherra hélt hér fram. Hann vitnaði beint í dagsetninguna 8. október og þá var menn ekki einu sinni farið að dreyma Brussel-viðmiðin hvað þá meira.

Það er algjörlega ljóst að þær forsendur sem voru notaðar við bæði undirritun minnisblaðsins við Hollendinga og við þær yfirlýsingar sem fyrrverandi utanríkisráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra voru með hér í fjölmiðlum, um stuðning við sjóðinn og að standa við skuldbindingar og annað slíkt, voru byggðar á forsendum sem samninganefndin, í umboði ríkisstjórnar hæstv. fjármálaráðherra, sömdu frá sér smátt og smátt.