138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:27]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé augljóst að ef Íslendingar ætla að brjóta þær reglur sem gilda á innri mörkuðum ESB erum við að setja EES-samninginn í uppnám. Það er minn skilningur á þessu máli. Alveg sama hvað Brussel-viðmiðum og umræðum um þau áhrærir finnst mér augljóst að EES-samningurinn er í uppnámi ef við ætlum að fara gegn innri reglum sambandsins.