138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

286. mál
[11:23]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Hér leggur hv. þm. Þór Saari til að kosin verði á Alþingi fimm manna nefnd valinkunnra manna utan þings sem njóta óumdeilanlegs traust þorra almennings. Það er alveg ljóst miðað við þessa tillögu að nefndin á að gera nákvæmlega það sama og rannsóknarnefndin gerir nú þegar og hefur verið að vinna að í mjög langan tíma. Nefndin á að skila af sér og ljúka störfum fyrir 15. mars 2010. Rannsóknarnefndin skilar núna í lok janúar, byrjun febrúar, þannig að þetta er til tafar ef eitthvað er og því ekki eðlilegt að gera nokkuð annað í þessu máli en að segja nei.