138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008.

286. mál
[11:24]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um með hvaða hætti rannsóknargögn rannsóknarnefndarinnar verða vistuð í framhaldi af því að hún skilar af sér skýrslunni. Það hefur komið skýrt fram að mjög ólíklegt er að hægt verði að fá einhvers konar aðgang að þeim gögnum í framtíðinni. Stór hluti þeirra verður hugsanlega lokaður niðri í 40–80 ár. Það er slæmt fyrir þetta mál og það er slæmt fyrir uppgjörið á því hruni sem við stöndum frammi fyrir. Þetta mál hefði þurft að vinna öðruvísi og ég tel það slæmt að það skuli ekki vera gert.