138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:55]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir með hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Það hefur verið beðið eftir þessum upplýsingum mjög lengi og þetta er búin að vera nógu mikil píslarganga, málið og málsmeðferðin öll. Ef menn ætla ekki að koma fram með þessi gögn, sem eru svo sannarlega til, fyrr en búið er að tæma mælendaskrána er það vægast sagt mjög óeðlilegt. Ég legg því til, virðulegi forseti, að forseti kanni hvar þetta mál er statt. Það er þá hægt að gera stutt hlé á fundi, okkur munar ekkert um að vera hér örlítið lengur. Það er enginn bragur á því og í rauninni mjög alvarlegt mál ef menn eru ekki enn þá komnir með þessi gögn í hendurnar. Við erum búin að bíða eftir þessu ekki bara svo dögum skiptir, í rauninni höfum við (Forseti hringir.) beðið eftir þessu frá því í vor. Ef menn hefðu vitað af þessum gögnum í vor hefðu menn örugglega kallað eftir þeim.