138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:50]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti leiðréttir mig ef ég fer rangt með en ég heyrði ekki betur en hæstv. utanríkisráðherra væri hér að vitna í andsvarinu í gögn sem ekki hefur verið aflétt trúnaði af. Ef það er misskilningur hjá mér biðst ég afsökunar á því, en ég hygg að hann hafi verið að vísa í fylgiskjöl sem ekki eru orðin opinber. Ég vil því árétta að það verði upplýst hvernig framhald málsins verður, hvort frekari gögn verði gerð opinber, frekari gögn verði gerð upplýst, hvort beðið er með umræðuna þar til fleiri gögn koma, því að upplýst hefur verið að von sé á þeim, og hvað hæstv. forseti ætli sér eiginlega að gera með þennan þingfund.