138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:15]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég trúi orðum hæstv. utanríkisráðherra og tel mig hafa vissu fyrir því að það sem hann segir sé rétt, m.a. vegna þess að það útskýrir hvers vegna hann kannaðist ekki við það plagg sem hann hefði átt að sjá ef kynningin hefði farið fram. Mjög sterkar líkur benda til þess að lögfræðistofuna misminni hressilega þegar hún (Gripið fram í.) fullyrðir að hún hafi kynnt utanríkisráðherra þetta með glærusýningu sem utanríkisráðherra hafði aldrei séð og vissi ekki að væri til. (Gripið fram í.)