138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:22]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég get tekið undir það, það væri mjög gagnlegt að fá það á hreint og eyða misskilningi sem virðist vera uppi um aðallega tvennt í þessu, í fyrsta lagi þetta með kynninguna og kynningargögnin, hvort hún fór fram og hvað þar var þá sýnt. Það er auðvitað mjög bagalegt að skriflegar heimildir skuli stangast á við það sem hæstv. utanríkisráðherra upplýsir okkur um. Hins vegar er það hvort formaður samninganefndarinnar hafi sérstaklega óskað eftir því að tiltekin gögn væru ekki kynnt — fyrir hverjum? Fyrir sínum eigin yfirmanni, utanríkisráðherranum. (Gripið fram í: Það er lygi.) Að þrautreyndur embættismaður og sendiherra (Gripið fram í.) sem væntanlega kann þá grundvallarreglu að ráðherrar eiga að sjá allt sem máli skiptir í máli, (Gripið fram í.) að hann hafi óskað eftir slíku er fráleitt. (Gripið fram í: Þá var hann í þínu umboði.) Ég á afar erfitt með að trúa því en ég hef litlar forsendur til að tjá mig um málið á annan hátt en þann vegna þess að ég hef engin gögn um það í höndum. [Háreysti í þingsal.]