138. löggjafarþing — 64. fundur,  29. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:36]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ítreka þá kröfu okkar framsóknarmanna að formenn flokkanna verði tafarlaust kallaðir saman með forseta og það verði þá komist að því hvernig framhald þessa þingfundar og þessa máls á að vera. Einnig tek ég heils hugar undir tillögur sjálfstæðismanna í þá veru að samningamaður Íslands komi fyrir fjárlaganefnd.

Ég tel að verði forseti ekki við þessari bón sem ég ber fram um að kalla saman formenn flokkanna sé verið að valta yfir þingið. Það er ekki sæmandi þar sem svo stutt er þar til þessu máli á að ljúka. Það verður að taka ákvörðun um næstu skref. Núna verður að halda vel á málunum. Ég sé ekki neitt í spilunum um að málinu þurfi að flýta svo atkvæðagreiðslan verði á morgun. Jafnvel er hægt að komast að samkomulagi um að við frestum atkvæðagreiðslu um þetta mál fram yfir áramót svo við getum kynnt okkur þau gögn sem voru að berast.