138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég bað áðan hæstv. forseta að taka afstöðu til þess hvort halda megi utandagskrárumræðu um þetta mál þannig að ég komist að og geti fjallað um þau mál sem upp hafa komið núna undanfarna klukkutíma, þar á meðal samskipti sendiherra við hæstv. utanríkisráðherra landsins. Einnig vantar mig að vita afstöðu fjármálaráðherra, sem ég er búinn að biðja um nokkrum sinnum, um hvað gerist ef við samþykkjum þennan samning fyrir áramót með þá 100 milljarða skuldbindingu sem vex og fellur á ríkissjóð, þ.e. tvöfaldar hallann á ríkissjóði, frú forseti. Ég vil fá að vita hvar hæstv. fjármálaráðherra ætlar að skera til að mæta því. Samningurinn eykur hallann um tvö sjúkrahús á þessu ári sem við Íslendingar erum búin að vera að rembast við í 20 ár að byggja. Hvernig ætlar hann að borga þetta og hvar ætlar hann að ná í peninga og skera niður?