138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:09]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mér gafst smátími til þess að fara í gegnum tölvupóstana sem hafa verið að berast, en því miður, nú er búið að loka á fleiri tölvupósta. Það er samkvæmt beiðni frá „the Speaker of Althingi“ sem hlýtur að vera enginn annar en forseti Alþingis og það er bara grafalvarlegt mál. [Háreysti í þingsal.]

Virðulegi forseti. Hvað er það sem ríkisstjórnin hræðist í þessum tölvupóstum? Ég tel mjög brýnt að hér verði frestað fundi og að farið verði ofan í kjölinn á þessu máli. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)