138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[16:13]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég geri fyrst og fremst athugasemd við fundarstjórn forseta fyrst þingmenn mega ekki koma hér upp og vísa orðrétt í stjórnarskrána. Hvað má þá yfir höfuð segja úr þessum ræðustól ef það má ekki einu sinni minnast á landsdóm, hvað þá heldur annað?

Svo er ég mjög slegin yfir þeim upplýsingum sem hv. þm. Höskuldur Þórhallsson kemur hér með. Hann er fulltrúi Framsóknarflokksins í fjárlaganefnd. Nú er búið að loka fyrir tölvupóstssamskipti við breska lögfræðistofu út af því að það hentar ríkisstjórninni. Ég segi eins og hv. þm. Höskuldur Þórhallsson: Hvað hefur ríkisstjórnin að fela í þessu máli? Ég fer fram á, virðulegi forseti, að þessum fundi verði frestað tafarlaust. (GÞÞ: Heyr, heyr.)