138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[18:37]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Áðan tilkynnti hv. þingmaður um að hún mundi spyrja mig þessara spurninga í ræðu sinni á eftir og ég ætlaði ég að svara þeim þá. Ég undrast þessa spurningu (Gripið fram í.) af því að (Gripið fram í.) á öllum stigum málsins hefur þessum vopnum verið haldið á lofti, þeim hefur verið beitt allt frá því að hv. þingmaður var ráðherra í ríkisstjórn hér á síðasta ári. Um það vitna öll gögn. (Gripið fram í.) Þau er að finna í skjölum alþingismanna, (Gripið fram í.) þau er að finna í skráðum þinggögnum, (Gripið fram í.) það er hægt að fletta upp á þeim á vefsíðunni island.is. Ef menn setja þrjú w þar fyrir framan og punkt á eftir geta menn líka fundið það allt saman þar. Þessu vopni hefur verið haldið á lofti allan tímann, ekki bara í þessari ríkisstjórn (Gripið fram í.) eða ríkisstjórnum þar á undan (Gripið fram í.) heldur einnig þeirri (Gripið fram í.) ríkisstjórn sem hv. þingmaður var ráðherra í. Mig undrar það, virðulegi forseti, að hv. þingmaður muni ekki til þess að þessu vopni hafi verið beitt þar sem hún var sjálf í ríkisstjórn.