138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:45]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég styð þessa tillögu. Ég styð hana vegna þess að við höfum fengið rök, meira að segja frá viðsemjendum okkar, um að það sé eðlilegt að lögin sem talið er að þessir samningar byggi á haldi ekki þegar heilt bankakerfi fellur. Það er mun minni streita núna á fjármálamörkuðum þannig að minni hörku er að mínu mati að vænta af viðsemjendum okkar, tíminn hefur unnið með okkur í þessu máli. Ég tel að við eigum að sýna að Alþingi Íslendinga, stjórnmálamenn á Íslandi séu ósáttir við þessa niðurstöðu, þeir vilji fá betri niðurstöðu þannig að við eigum að vísa þessu máli frá. Við eigum að reyna til þrautar hér, tíminn hefur unnið með okkur, við eigum ekki að samþykkja að ganga frá Icesave-málunum í dag. Við eigum að vísa þessu frá.