138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:52]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Stjórnarliðar segjast vilja beita þjóðaratkvæðagreiðslum í vaxandi mæli og hafa flutt um það frumvarp á núverandi þingi. Þó vilja þeir ekki gefa þjóðinni kost á að segja hug sinn til aðildarumsóknar að ESB og að því er virðist heldur ekki til þessara dýrkeyptustu samningsmistaka sem við höfum orðið vitni að í þessu Icesave-máli.

Hvaða mál önnur eru stærri eða þýðingarmeiri en þessi? Hvers vegna er þjóðinni ekki treyst? Óttast ríkisstjórnin kannski þjóðina og vilja hennar? Þetta mál á að bera undir ákvörðunarvald íslensku þjóðarinnar. Ég segi því já.