138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:04]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Enn á ný reynist þetta mál prófsteinn á hvaða alvara lá að baki í málflutningi stjórnarflokkanna tveggja fyrir síðustu kosningar og raunar síðustu árin. Mér sýnist að því miður staðfestist hér enn og aftur að ekkert lá þar að baki. Það var ekkert að marka allar fullyrðingarnar um lýðræðisástina og mikilvægi þess að þjóðin fengi að hafa beina aðkomu að málum vegna þess að ef menn vilja ekki setja þetta mál í þjóðaratkvæðagreiðslu er ekkert mál sem á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Því hefur reyndar verið haldið fram að ekki sé til siðs að setja mál er varða fjármál, utanríkismál eða milliríkjasamninga í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er alrangt. Það eru reyndar dæmi um það í öðrum löndum, en víðast hvar eru engar slíkar undantekningar gerðar og það er engin slík undantekning í íslensku stjórnarskránni, það er ekkert getið um að það sé munur á málum þegar kemur að forseta Íslands (Forseti hringir.) og ákvörðunarvaldi hans um að setja mál í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki.