138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:06]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Það er nánast broslegt að horfa á skyndilega lýðræðisást þeirra gömlu valdaflokka Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. (Gripið fram í.) Tveir þingmenn þeirra ákváðu aðild okkar að Íraksstríðinu, 61 þingmaður þjóðarinnar þá vissi ekkert um málið. [Háreysti í þingsal.] Þetta mál er ekki tækt til þjóðaratkvæðagreiðslu frekar en önnur fjármál (Forseti hringir.) ríkisins, það er ljóst. Við greiðum ekki þjóðaratkvæði um auknar skattálögur, svo dæmi sé tekið, eða önnur fjármál ríkisins, þjóðréttarlegar skuldsetningar, ríkisábyrgð, lántökur ríkisins eða fjárlög (Gripið fram í.) að mati mínu og mati fræðimanna. (GÞÞ: Ekki …) Ég segi nei. (Gripið fram í: Allt er hey í harðindum.)