138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:29]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér kemur til atkvæðagreiðslu frumvarpið í heild. Það er þeirra sem greiða frumvarpinu atkvæði sitt að bera ábyrgð á því til framtíðar. Það dugar ekki fyrir ríkisstjórnina að vísa ábyrgð vegna þessa máls á aðra. Þeirra er niðurstaðan í þessu máli, þeirra sem tóku hér við völdum í febrúar, þeirra sem ruddu samninganefndina, þeirra sem neituðu þjóðstjórn, þeirra sem kynntu málið aldrei fyrir stjórnarandstöðu og leituðu ekki samráðs við hana fyrr en þeir voru búnir að tapa meiri hlutanum í málinu. (Gripið fram í.) Þeirra er vaxtaákvæðið, þeirra er heildarfjárhæð skuldbindinganna, þeirra er (Utanrrh.: Þú varst …) lögsaga bresku dómstólanna, (Gripið fram í.) þeirra er friðhelgisákvæðið — (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Gefa ræðumanni hljóð.)

Þeirra er friðhelgisákvæðið, þeirra eru öll ákvæði þess samnings sem hér gengur til atkvæðagreiðslu og þeir hafa neitað þjóðinni um að hafa skoðun á. (Gripið fram í: … búa til.) Það er mikill misskilningur hjá hv. þingmönnum stjórnarflokkanna (Forseti hringir.) að þeir geti ekki borið ábyrgð á þessu máli og líka sent það til þjóðarinnar. Í því liggur mikill misskilningur. [Kliður í þingsal.]