138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:53]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Frelsarinn þurfti að bera syndir mannanna. Eins verða ábyrgir og heiðarlegir Íslendingar að axla syndir útrásarvíkinganna (Gripið fram í: Rangt!) og pólitískra meðreiðarsveina þeirra (Forseti hringir.) með því að taka pólitíska ábyrgð á Icesave-reikningum Landsbankans. Íslensk stjórnvöld brugðust eftirlitshlutverki sínu. Eigendur bankanna brugðust þjóðinni með taumlausri græðgisvæðingu sinni. (Gripið fram í: Nú ætlið þið að …) Við sem þjóð verðum að ávinna okkur traust að nýju í samfélagi þjóðanna með því að axla þessar skuldbindingar og drekka þennan beiska kaleik þótt þungbært sé. Öðruvísi verður okkur lítt ágengt í því að reisa við efnahag landsins og skapa okkur trúverðugleika meðal siðmenntaðra þjóða. Ég segi því já, og þó fyrr hefði verið. (Gripið fram í.)