138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:56]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Staðreyndin er sú að óleyst Icesave-deilan hefur tafið fyrir bata efnahags- og atvinnulífs. Ef þeirri ásættanlegu lausn sem hér er borin undir atkvæði yrði hafnað tæki Alþingi Íslendinga mikla áhættu og byði heim enn dýpri efnahagslægð. Slík áhættuhegðun þarf að heyra sögunni til. Ég segi já.