138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:01]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Frá því að ég hóf afskipti af stjórnmálum hef ég þurft að taka ákvarðanir, bæði vinsælar og óvinsælar, og aldrei komið mér hjá því. Aldrei, og mun ekki gera það frekar nú. Af því að hér hefur verið rætt um ábyrgð ætla ég sem þingmaður kjörin á þing í maí 2007 að bera ábyrgð á því sem mér ber og mínum flokki frá þeim tíma sem ég hef setið sem þingmaður fyrir hann. Ég geri það en ég ber ekki ábyrgð á þeim samningum sem hér er verið að samþykkja. Á þeim ber ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna alla ábyrgð. Hún skipaði samninganefndina, hún kom með þetta frumvarp fyrir þingið sem nú er hér til afgreiðslu, ömurlegt miðað við það sem við gátum komið okkur saman um í haust. (Gripið fram í.) Ég hef aldrei, hæstv. utanríkisráðherra, komið mér hjá (Forseti hringir.) ábyrgð, ég geri það ekki nú, ég ber ábyrgð á því sem mér ber, en á þessum samningum ber ég ekki ábyrgð og segi nei.