138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:12]
Horfa

Steinunn Valdís Óskarsdóttir (Sf):

Frú forseti. Þetta stóra mál snýst að miklu leyti um siðferði og trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi, það að vera þjóð á meðal þjóða, virða samninga og alþjóðlegar skuldbindingar, að standa við orð sín. Aðdragandi Icesave-reikninganna er öllum kunnur. Einn stjórnmálaflokkur á Íslandi ber mesta ábyrgð á óstjórn efnahagsmála í anda óheftrar frjálshyggju á undanförnum árum. Þeir sem nú standa í stórræðum við að taka til eftir þá óstjórn ætla sér að axla ábyrgð og hlaupa ekki undan því verkefni. Orðstír Íslands er að veði.

Deyr fé,

deyja frændur,

deyr sjálfur ið sama.

En orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur.

Ég segi já.