138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:14]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum nú atkvæði um eitt mesta mál sem á fjörur Alþingis hefur rekið. Mál þetta setur efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar í hættu og ógnar lífskjörum á Íslandi um langan tíma. Um tilurð málsins er óþarft að fjölyrða, en um málsmeðferðina má hafa mörg orð. Það er eitt sem við Íslendingar getum lært af þessu, að mál sem varða framtíð þjóðarinnar á ekki að nálgast af drambi og yfirlæti eins og gert hefur verið. Undirliggjandi samningur er minnisvarði um vankunnáttu og einfeldni og er hlutaðeigandi til ævarandi skammar. Ábyrgð þeirra hv. þingmanna sem veita málinu brautargengi er mikil, en við skulum vona að þeir viti hvað þeir gjöri. (Gripið fram í: Já.) Ég vísa allri ábyrgð á gjörningnum á hendur þeim og segi um leið nei.