138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:24]
Horfa

Arndís Soffía Sigurðardóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Margt hefði betur mátt fara í meðförum þingsins um þetta ólíkindamál. Því miður hefur Icesave-umræðan fallið í djúpar flokkspólitískar skotgrafir. (VigH: Rangt.) Icesave-málið var prófsteinn [Hlátur í þingsal.] á ný íslensk stjórnmál, en á Alþingi var þverpólitískt fall á prófinu. Í stað þess að Alþingi sýndi samstöðu og styrk hefur Alþingi sýnt mikinn veikleika með sundrung sinni, ekki bara gagnvart Bretum og Hollendingum, heldur líka gagnvart þjóð sinni sem horfir vonsvikin á. (Gripið fram í: Hver er í andstöðu …?) (Gripið fram í: Vanhæf ríkisstjórn.) Hvað ætli hafi farið langur umræðutími í að þrefa um það hverjum málið sé að kenna? Ætli Alþingi hefði ekki getað nýtt þann tíma til betri verka? (Gripið fram í.) Málið er óþægilegt. Málið er óvinsælt og sársaukafullt, en frestun þess er engin lausn.

Hæstv. forseti. Þrátt fyrir að margt megi setja út á (Forseti hringir.) málsmeðferðina er ég sannfærð um að þetta sé okkar skásti kostur í stöðunni úr því sem komið er. Ég segi já.