138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[11:16]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Svar hv. þm. Bjarna Benediktssonar skýrði ekki málið í mínum huga. Íslenska þjóðin ætlar ekki að sætta sig við samningana, sagði hann. Það er búið að beina samningunum, ríkisábyrgðinni, til íslensku þjóðarinnar. Hún á eftir að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún ætlar að sætta sig við þessa samninga. Hún ætlar að greiða um það atkvæði hvort hún ætlar að sætta sig við þessa samninga. Því spyr ég enn: Hver eru þá samningsmarkmið sáttarinnar sem formaður Sjálfstæðisflokksins vill ná, þverpólitísk væntanlega? En um leið ætlar hann ekki að semja hér af því að það þarf auðvitað að semja við viðsemjendur, við vitum það öll. Það eru viðsemjendur í þessu máli. Forseti fyrirgefur vonandi en ég botna ekkert í þessum málflutningi.