138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[12:48]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mitt mat á stöðunni er að fyrst þurfi að vinna ákveðna vinnu í tengslum við alþjóðasamfélagið og kannski erum við enn að taka fyrsta skrefið, að ræða við viðsemjendur okkar og aðra aðila sem geta komið okkur til aðstoðar á alþjóðavettvangi. Ég nefni sérstaklega norrænu þjóðirnar og þar sem hv. þingmaður spyr út í það þá tel ég aðstoð frá norrænum þjóðum og öðrum alþjóðlegum aðilum koma til greina í ljósi þeirrar nýju stöðu sem upp er komin. Ég tel líka eðlilegt að samráð verði haft við aðra flokka um ferlið sem fram undan er.