138. löggjafarþing — 67. fundur,  8. jan. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi laga nr. 1/2010.

352. mál
[12:59]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Líkt og aðrir sem hafa komið í andsvar ætla ég að þakka hæstv. ráðherra fyrir ræðuna. Ég tel að varaformaður Vinstri grænna og hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra hafi komið með góðan tón í þessa umræðu og á honum skulum við byggja.

Ég hjó eftir því að hæstv. ráðherra talaði um mikilvægi þess að hafa samráð á milli flokka og ég held að það að tala saman sé bara ein leið til að vinna okkur út úr þessu. Hæstv. ráðherra er varaformaður annars stjórnarflokksins og forustumaður og vegna þess að ég tel tilgangslaust að skiptast á skoðunum um hvernig samningurinn eigi að vera og annað slíkt, en tel að forustumenn verði að setjast niður og tala saman vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvort hún sé sammála því, hvernig hæstv. ráðherra sér það fyrir sér og (Forseti hringir.) hvort hún muni beita sér fyrir því að það gerist.