138. löggjafarþing — 69. fundur,  8. jan. 2010.

þingfrestun.

[19:43]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Hv. alþingismenn. Þá er komið að lokum fjórða og síðasta þingfundarins í dag og lokið því verki sem fyrir Alþingi hefur legið.

Alþingi kemur saman á ný föstudaginn 29. janúar. Um þá dagsetningu er samkomulag. Ég reikna þó með því að fyrr í þeirri viku geti nefndir Alþingis, sem þess þurfa, haldið fundi og unnið í þeim málum sem fyrir liggja.

Ég vona að í því þingfundahléi sem senn hefst geti alþingismenn sinnt kjósendum sínum og öðrum þeim verkum sem þingmennskunni fylgja þótt ekki fari þau fram í þessum sal.