138. löggjafarþing — 70. fundur,  29. jan. 2010.

stofnun atvinnuvegaráðuneytis.

[12:27]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir skýr svör og lýsi ánægju minni með þau. Það skiptir miklu máli að þær stjórnkerfisumbætur sem þurfa að fara fram á Íslandi fari fram, því fyrr því betra, og að ekkert hik sé á ríkisstjórninni í þeim efnum. Það er kominn tími á að Stjórnarráð Íslands endurspegli það samfélag sem við búum í með betri hætti en það gerir nú. Það á m.a. við um að öllum atvinnugreinum sé gert jafnhátt undir höfði í einu atvinnuvegaráðuneyti, hvort sem það er sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður eða ferðaþjónusta, hugbúnaður eða eitthvað annað. Ég vil einvörðungu ljúka máli mínu á því að hvetja hæstv. ríkisstjórn, alla, til að vinna saman sem einn maður að þessu máli.