138. löggjafarþing — 70. fundur,  29. jan. 2010.

kynningarefni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

[12:28]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Fyrirhuguð er þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave þann 6. mars nk. Eigi þjóðaratkvæðagreiðsla að geta orðið til að sameina þjóðina en sundra henni ekki er mikilvægt að við vöndum okkur og það er á ábyrgð hæstv. dómsmálaráðherra að standa fyrir hlutlausri, yfirvegaðri og ábyrgri kynningu frá til þess bærum fagaðila. Í nefndaráliti hv. allsherjarnefndar er fjallað um mikilvægi slíkrar kynningar. Því langar mig að spyrja hæstv. dóms- og mannréttindamálaráðherra hver staðan sé á gerð hlutlauss kynningarefnis um málið.