138. löggjafarþing — 70. fundur,  29. jan. 2010.

kynningarefni fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave.

[12:31]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Frú forseti. Ég fagna því að það fari að hilla undir þetta hlutlausa efni. Málið er flókið en það er ekki flóknara en svo að með vönduðu og hlutlausu kynningarefni getur venjulegt fólk skilið um hvað ræðir. Þær upplýsingar sem dynja á fólki úr fjölmiðlum og bloggi og frá stjórnmálasamtökum og ýmsum hagsmunaaðilum eru mjög misvísandi og munar t.d. mörgum hundruðum milljarða króna eftir því hver reiknar hverju sinni. Ég vil bara ítreka hvað mér finnst brýnt að þetta efni komi og að vandað verði til verka.