138. löggjafarþing — 71. fundur,  1. feb. 2010.

skuldavandi heimilanna.

[15:41]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ber að skilja orð hæstv. ráðherra á þann veg að unnið sé fyrst og fremst að því að reyna að koma þeim lögum og reglum, sem samþykkt voru í haust, í framkvæmd? Ber þá að skilja orð hæstv. ráðherra þannig að ekki sé unnið að neinum öðrum lausnum í ráðuneyti hans?