138. löggjafarþing — 72. fundur,  2. feb. 2010.

náttúruverndaráætlun 2009-2013.

200. mál
[14:16]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ef stjórnarliðar fella þessa tillögu er það enn ein ástæðan fyrir því að þessi ríkisstjórn verður kölluð öfugmælastjórnin. Ríkisstjórnin fór af stað með að það ætti að hafa virkt samráð, það átti allt að vera uppi á borðum, opið og lýðræðislegt stjórnkerfi, það átti að virða þingið og það átti að gera umhverfismálum hátt undir höfði. En meira að segja náttúruverndaráætlun er rifin út í ósætti og meira að segja náttúruverndaráætlun er afgreidd þannig að hagsmunaaðilar mega ekki koma fyrir þingnefndina til að tjá hug sinn.

Virðulegi forseti. Þarf eitthvað frekari vitnanna við? Þetta er, var og verður öfugmælastjórn.