138. löggjafarþing — 72. fundur,  2. feb. 2010.

náttúruverndaráætlun 2009-2013.

200. mál
[14:20]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Framsóknarflokkurinn styður að sjálfsögðu þessa breytingartillögu því að eðlilegasti hlutur í heimi er að náttúrustofur komi að undirbúningi og framkvæmd náttúruverndaráætlana, en ekki hvað. Einkennilegt að þetta skyldi ekki hafa verið í upphaflegu tillögunni. Þingflokkur Framsóknarflokksins segir já við þessari breytingartillögu.