138. löggjafarþing — 72. fundur,  2. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:54]
Horfa

Frsm. meiri hluta sjútv.- og landbn. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Mér þykir hv. þm. Einar K. Guðfinnsson gera mikið mál úr litlu efni. Það er ekkert sem segir að Átak til atvinnusköpunar sé einskorðað við höfuðborgarsvæðið. Átaki til atvinnusköpunar er ætlað til að styðja við frumkvöðlaverkefni og nýsköpun um land allt. (Gripið fram í: En ekki byggð…) Fiskur er veiddur um land allt (Gripið fram í: Nú?) þannig að ég sé ekkert í þessu sem kemur í veg fyrir að þeir fjármunir sem hér um ræðir geti nýst í atvinnuverkefni og til atvinnusköpunar í byggðum landsins þó að því sé valin þessi skjótvirkari leið en sú sem upphaflega var gert ráð fyrir.